SA-Víkingar sigra SR; 5 - 2

Í gærkvöldið mættust á Akureyri SA-Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur í annað sinn um helgina.  Líkt og í fyrri leiknum báru Víkingar sigur úr býtum, í þetta skiptið 5 – 2.  Leikurinn var þó jafnaði en tölurnar gefa til kynna, en síðasta markið var skorað í tómt mark SR á síðustu sekúndur leiksins.

Loturnar fóru 0 – 0, 2 – 0 og 3 – 2.

Hart var tekist á í leiknum en þess má geta að með honum fylgdist hinn nýráðni þjálfari karlalandsliðsins Olaf Eller og var þetta í fyrsta skiptið sem hann horfir á íslensk félagslið keppa.

Eftir þessar viðureignir er SR með 16 stig og SA-Víkingar 14 og eiga leik til góða.

Mörk og stoðsendingar:

SA-Víkingar: Stefán Hrafnsson 1/1, Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/0, Jóhann Már Leifsson 1/0, Gunnar Darri Sigurðsson 1/0, Björn Már Jakobsson 1/0, Jón Benedikt Gíslason 0/2.

SR: Pétur Maack 1/0, Þórhallur Viðarsson 1/0, Gauti Þormóðsson 0/1.
 
Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir Haraldsson á leiknum í gær og á henni má sjá SA-Víkinginn Sigurður Sigurðsson og SR-ingana Þórhall Viðarsson, Egil Þormóðsson og Timo Koivumaki.