SA Víkingar - SA Jötnar umfjöllun

SA Víkingar og SA Jötnar  léku á Akureyri í kvöld á íslandsmótinu í ishokkí. Leiknum lauk með stórsigri Víkinga sem gerðu tólf mörk gegn tveimur. Síðasta leik liðanna leik með sigri Jötna og greinilegt var að Víkingar ætluðu ekki að láta það endurtaka sig.  Þeir skoruðu fyrstu ellefu mörk leiksins. Þar af litu sex mörk dagsins ljós í fyrstu lotu og í annarri bættu þeir við þremur mörkum. Aldursforseti liðsins Sigurður S. Sigurðsson fór mikinn fyrir lið Víkinga en þeim hafði einnig bæst liðsauki í  Steinari Grettissyni sem verið hefur við nám í Danmörku.

Mörk /stoðsendingar SA Víkinga:

Sigurður S. Sigurðsson 4/1
Andri Freyr Sverrisson 2/2
Josh Gribben 2/2
Jóhann Már Leifsson 1/2
Orri Blöndal 1/2
Andri Már Mikaelsson 1/1
Steinar Grettisson 1/1
Gunnar D. Sigurðsson 0/1
Sigmundur Sveinsson 0/1

Refsimínútur SA Víkinga: 32 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Jötna:

Jón B. Gíslason 1/1
Stefán Hrafnsson 1/1

Refsimínútur SA Jötna: 32 mínútur

Mynd: Sigurgeir Haraldsson