SA Víkingar - SA Jötnar umfjöllun

SA Jötnar báru í kvöld sigurorð af SA Víkingum á íslandsmótinu í ishokkí en leikurinn fór fram á Akureyri í kvöld.  Leiknum lauk einsog áður sagði með sigri SA Jötna sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum SA Víkinga.
Félaginu er heimilt tvisvar sinnum á tímabilinu að víxla leikmönnum milli liða og bæði Jón B. Gíslason og Stefán Hrafnsson spiluðu að þessu sinni undir merkjum Jötna ásamt Birni Má Jakobssyni. Víkingarnir hafa hingað til verið sterkari á svellinu en nú bar svo við að Jötnar höfðu betur.
Eitt mark var skorað í fyrstu lotuninni og var þar að verki fyrrnefndur Jón Gíslason eftir stoðsendingu frá Stefáni Hrafnssyni. Í annarri lotunni endurtóku þeir félagar svo leikinn og staðan því 0 – 2 fyrir Jötna eftir tvær lotur.
Aron Böðvarsson kom svo Jötnum í 0 – 3 og einungis u.þ.b. fimm mínútur eftir af leiknum og að þessu sinni áttu þeir Jón og Stefán stoðsendingarnar.  Sigurður S. Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Víkinga með tveimur mörkum með stuttu millibili undir lokin en það dugði ekki til og sigurinn var Jötna.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson en á henni má sjá nýjar treyjur Jötna.

HH