SA Víkingar deildarmeistarar 2021 í Hertz-deild karla

Þórir Ö. Tryggvason tók myndina.
Þórir Ö. Tryggvason tók myndina.

Skautafélag Akureyrar, SA Víkingar, eru deildarmeistarar karla 2021. 

SA Víkingar tryggðu sér deildarbikarinn eftir öruggan sigur á SR um liðna helgi þegar liðin spiluðu tvo leiki í Skautahöllinni á Akureyri. 

SA Víkingar hafa með því tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

SA Víkingar hafa unnið níu af tíu leikjum sínum í Hertz-deildinni, Fjölnir er í öðru sæti og SR í þriðja.

Úrslitakeppnin hefst 20. apríl næstkomandi.  SA Víkingar og Fjölnir munu mætast í úrslitum og er fyrirkomulagið best of five eða það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki mun hampa Íslandsmeistaratitlinum.