SA Víkingar - Björninn umfjöllun

SA Víkingar og Björninn léku á íslandsmótinu í íshokkí á laugardaginn. Leikurinn fór fram á Akureyri og lauk með sigri SA Víkinga sem gerðu 5 mörk gegn 1 marki Bjarnarmanna. Leikurinn þótti hraður og skemmtilegur og ágætlega spilaður á báða bóga.

Fyrsta lota var markalaus en Víkingar voru töluvert sókndjarfari í henni. Bjarnarmenn náðu hinsvegar að verjast vel með Snorra Sigurbergsson á milli stanganna. Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotu en það voru Víkinga sem komust yfir með marki frá Jóhanni Má Leifssyni en stoðsendinguna átti Andri Freyr Sverrisson. Bjarnarmenn voru hinsvegar fljótir að jafna því mínútu síðar var Arnar Bragi Ingason metin fyrir þá. Það var síðan stutt í leikhlé þegar  Andri Freyr Sverrisson kom Víkingum aftur  yfir  og staðan því 2 – 1 heimamönnum í vil.
SA Víkingar juku svo aftur sóknarþunga sinn í þriðju lotu og gulltryggðu sigur sinn með þremur mörkum. Þar voru á ferðinni Jón Benedikt Gíslason, Sigurður S. Sigurðsson og Andri Már Mikaelsson.

Skot á mark voru samkvæmt leikskýrslu voru 47 - 23

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Jóhann Már Leifsson 1/2
Andri Freyr Sverrisson 1/1
Sigurður S Sigurðsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Rúnar F. Rúnarsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1

Refsimínútur SA Víkinga: 10 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Arnar Bragi Ingason 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/1

Refsimínútur Björninn: 18 mínútur    

Dómarar leiksins voru Andri Már Magnússon og Orri Sigmarsson sem dæmdi þarna sinn fyrsta leik í meistaraflokki. Línudómarar voru Dúi Ólafsson og Hrund Thorlacius.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH