SA Víkingar - Björninn umfjöllun

Lið SA Víkinga og Bjarnarins fór fram á Akureyri í gærkvöld og var hin besta skemmtun. Leikurinn endaði með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum Víkinga eftir að staðan hafði verið jöfn í venjulegum leiktíma.
SA Víkingar komust yfir strax á fyrstu mínútu með marki frá Andra Má Mikaelssyni eftir sendingu frá Sigurði Sigurðssyni. Bjarnarmenn jöfnuðu strax á fimmtu mínútu með marki frá Brynjari Bergmann. Þrátt fyrir sóknir á báða bóga náðu liðin ekki að skora fyrr en undir lok lotunnar og þar var Jón B. Gíslason á ferðinni fyrir SA Víkinga. Í annarri lotu juku Víkingar forskotið með marki frá Birni Má Jakobssyni en þar nýtti liðið sér vel að vera einum fleiri. Staðan því 3 - 1 eftir aðra lotu. Bjarnarmenn gáfust hinsvegar ekki upp og með mörkum frá Andra Steini Haukssyni og Matthíasi Sigurðssyni náðu þeir að jafna leikinn. Bjarnarmenn voru nokkuð mikið í refsiboxinu undir leikslok en Víkingar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.
Framlenging var því staðreynd og refsimínútum Bjarnarmanna hélt áfram að fjölga. Þrátt fyrir það og að Víkingar lægju stöðugt í sókn náði Úlfar Jón Andrésson að stela af þeim pekkinum og skora gullmarkið dýrmæta sem gaf þeim auka stigið.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Andri Már Mikaelsson 1/0
Jón B. Gíslason 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Sigurður Reynisson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1

Refsimínútur SA Víkingar: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Úlfar Jón Andrésson 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Andri Steinn Hauksson 1/0
Trausti Bergmann 0/2
Vilhem Már Bjarnason 0/1
Steindór Ingason 0/1

Refsimínútur Björninn: 18 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH