SA Víkingar - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn bara sigurorð af SA Víkingum síðastliðinn laugadag með fjórum mörkum gegn þremur en liðin mættust á Akureyri.

Andri Sverrisson Víkingum yfir eftir að Ben DiMarco hafði unnið pökkinn inn í varnarsvæði Bjarnarins.. Víkingar  breyttu síðan stöðunni í 2 – 0  um tíu mínútum síðar þegar Ben DiMarco átti hörkuskot af löngu færi en Víkingar voru á þeim tíma manni fleiri á ísnum.
Dæmið snerist síðan við í annarri lotu en þá sótti Björninn meira og uppskar þrjú mörk. Öll mörkin komu þegar Björninn var með yfirtölu á ísnum en fyrsta markið kom af stuttu færi frá Hrólfi Gíslasyni. Hin tvö mörkin áttuBrynjar Bergmann og Nicolas Antonoff. Björninn fékk síðan upplagt tækifæri til að komast í tveggja marka forystu þegar liðið fékk víti undir lok lotunnar en náði ekki að nýta það.
Um miðja þriðju lotuna jafnaði Matthías Már Stefánsson metin fyrir Víkinga. Markið dugði hinsvegar ekki til því tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði varnarmaðurinn Bergur Árni Einarsson eftir sendingu frá Lars Foder.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Ben DiMarco 1/1
Andri Már Sverrisson 1/0
Matthías Már Stefaánsson 1/0
Ingþór Árnason 0/1
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar SA Víkinga: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Nicolas Antonoff 1/1
Brynjar Bergmann 1/1
Hrólfur Gíslason 1/0
Bergur Árni Einarsson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/3
Lars Foder 0/2

Refsingar Bjarnarins: 14 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH