SA Víkingar - Björninn umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Fyrsti leikurinn í Hertz-deild karla í íshokkí fór fram í kvöld þegar Björninn bar sigurorð af SA Víkingum með átta mörkum gegn fimm en leikurinn fór fram á Akureyri.

Það voru Bjarnarmenn sem komust tveimur mörkum yfir fljótlega í  fyrstu lotu með mörkum frá þeim Eric Anderberg og Ryley Egan. Jussi Sipponen jafnaði hinsvegar metin fyrir Víkinga áður en lotan var hálfnuð en Falur Birkir Guðnason sá til þess að gestirnir í Birninum væru 2 - 3 yfir áður en lotan var úti. Áfram hélt markaregnið í annarri lotu og þegar um sjö mínútur voru liðnar af henni var jafnt á með liðunum 4 – 4.
Eftir það skildu hinsvegar leiðir. Kanadamaðurinn í liði Bjarnarsins fullkomnaði þrennu sína með tveimur mörkum á um fjögurra mínútna kafla og staðan 4 – 6 Birninum í vil í lok annarrar lotu.
Fyrrnefndur Ryley og Falur Birkir Guðnason bættu svo enn við forystu Bjarnarins áður en Sigurður Freyr Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir Víkinga.  

Með sigrinum kom Björninn sér af botni Hertz deildarinnar en liðið hefur nú 20 stig, tveimur meira en SR sem á þó leik til góða. Sjö stigum fyrir ofan Björninn situr svo Esja, sem rétt einsog SR á leik til góða en sá leikur fer fram nk. þriðjudag í Skautahöllinni í Laugardal.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Jussi Sipponen 2/0
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Sigurður Freyr Þorsteinsson 1/0
Mario Mjelleli 1/0
Sigmundur Sveinsson 0/2
Jón B. Gíslason 0/1
Hafþor Andri Sigrúnarson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Heiðar Örn Kristveigarson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 16 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Ryley Egan 4/2
Falur Birkir Guðnason 2/0
Úlfar Jón Andrésson 1/1
Eric Anderberg 1/1
Birkir Árnason 0/1
Andri Már Helgason 0/1
Kópur Guðjónsson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 14 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH