SA vann Björninn í kvennaflokki

Um helgina áttust við í Egilshöllinni í Grafarvoginum.  Skautafélag Akureyrar hefur haft töluverða yfirburði það sem af er vetri og unnið flesta leiki stórt en um helgina varð breyting þar á.  Lið Bjarnarins mætti sterkara til leiks en oft áður og þar munaði mest um Karítas Sif Halldórsdóttir markmann sem nú hefur snúið heim frá Svíþjóð, þar sem hún hefur dvalið við æfingar og keppni frá því í haust.
 
SA hafði þó sigur úr býtum en aðeins með 2 mörkum gegn engu.