SA vann Björninn 6 - 0 í 2. flokki

Í gærkvöldi mættust SA og Björninn í 2. flokki í Skautahöllinni á Akureyri.  Leikurinn var hraður og harður frá upphafi til  enda og margt sem gladdi augað.  Heimamenn höfðu nokkra yfirburði og unnu leikinn með 6 mörkum gegn engu, en þrátt fyrir það voru bæði lið að sýna góða takta og úr varð hin mesta skemmtun fyrir töluverðan fjölda áhorfenda.
Loturnar fóru 1 - 0, 4 - 0 og 1 - 0 = 6 - 0.  SA-ingar voru töluvert duglegri að skjóta á markið en  alls voru norðlensk skot 49 talsins á móti 14 sunnlenskum.
Meðfylgjandi mynd er af Orra Blöndal sem fór mikinn í leiknum, bæði í vörn og sókn.
 
 
Mörk / stoðsendingar
 
SA:  Orri Blöndal 2/1, Birkir Árnason 0/3, Steinar Grettisson 2/0, Andri Már Mikaelsson 1/0, Andri Sverrisson 1/0, Jón Heiðar Sigmundsson 0/1, Einar Valentine 0/1.
Björninn:  Engin mörk skoruð
 
Brottvísanir:
SA:  8 mín
Björninn:  20 mín