SA vann 5 - 3 (0-1)(2-3)(1-1) og leiðir einvígið 2-1

Þriðji leikur úrslitanna var leikinn í laugardal í kvöld. SA kom mun ákveðnara til leiks og má segja að þeir hafi gert út um leikinn á fyrstu 30 mínútunum. SRingarnir voru heillum horfnir SA menn voru mun grimmari og ákveðnari, á undan í alla pekki og mun sprækari að sjá, baráttan þeirra var mun meiri þessar fyrstu mínútur.  Í fyrsta leikhluta skoraði Clark McCormic fyrsta mark SA á 4 mínútu eftir stoðsendingu frá Tíbor Tatar og þannig var staðan eftir 1. leikhluta.  Í öðrum hluta á 28 mínútu bætti Rúnar Rúnarsson við öðru marki norðanmanna eftir stoðsendingu frá Jan Kobezda og á 30 mínútu bætti síðan Jan Kobezda við þriðja marki SA eftir stoðsendingu frá Tíbor Tatar og staðan var orðin 0-3 SA í vil og ríflega 30 mínútur búnar af leiknum.

Þá loksins vaknaði SR af þyrnirósar-svefninum og fór að láta fynna fyrir sér, á 37 mínútu uppskáru þeir og Úlfar Andrésson skoraði glæsilegt mark eftir að leggja Mike Kobezda markmann norðanmanna og þrykkja pekinum í upp í þaknetið algerlega óverjandi, soðsendinguna átti Gauti Þormóðsson, á 39 mínútu skoraði síðan Zednic Prohaska eftir stoðsenndingu frá Gauta Þormóðssyni og skyndilega var leikurinn galopinn og spennandi og mikil pressa var að marki Akureyringa.  Þegar 23 sekúndur voru til leikhlés eftir annan leikhluta skoraði Jón Gíslason fyrir SA eftir stoðsendingu frá Jan Kobezda og SA fór inn í leikhléið með 2-4 á markatöflunni og gríðarlegum þrýsting var af þeim létt.


Á 46 mínútu skoraði Zednic Prohaska mark fyrir SR og aftur var leikurinn orðin galopinn og spennandi, allt virtist geta gerst, á 49 mínútu gerði Tíbor Tatar út um vonir SR með því að skora eftir stoðsendingu frá Clark McCormic og þar við sat. þrátt fyrir ákafa spretti á báða bóga urðu mörkin ekki fleiri.

Besti maður SA var án efa Jón B. Gíslason en hjá SR var Zednic Prohaska bestur í kvöld.

Leikskýrsluna má fá hér.

Leikurinn í tölum:

Mörk / stoðsendingar SR:  Zednic Prohaska 2/0, Úlfar Andrésson 1/0, Gauti Þormóðsson 0/2. refsingar SR 16 mínútur eða 8x2 mínútna dómar.

Mörk /stoðsendingar SA:  Jan Kobezda 1/2, Tibor Tatar 1/2, Clark McCormic 1/1, Jón Gíslason 1/0, Rúnar Rúnarsson 1/0, refsingar SA 44 mínútur eða 11x2 mínútur og ein brottvísun úr leik (20 mín)