SA Valkyrjur - Björninn umfjöllun

SA Valkyrjur og Björninn léku í meistaraflokki kvenna á laugardagskvöldið. Liðin áttust einnig við um síðustu helgi og miðað við úrslit þess leiks mátti búast við spennandi og skemmtilegum leik.  Leiknum lauk hinsvegar með öruggum sigri Valkyrja sem gerðu fimm mörk gegn engu marki Bjarnarstúlkna.
Hrund Thorlacius opnaði markreikning Valkyrja eftir tæplega átta mínútna leik og strax mínútu síðar bætti Kristín Björg Jónsdóttir öðru marki við. Staðan því 2 – 0 eftir fyrstu lotu.
Í annarri lotu náði Anna Sonja Ágústsdóttir að bæta við marki fyrir Valkyrjur þegar þær nýttu sér að Bjarnarstúlkur voru einum færri. Staðan því 3 – 0 eftir aðra lotu.
Í þriðju lotu bættu Valkyrjur við tveimur mörkum og voru þar á ferðinni Díana Mjöll Björgvinsdóttir og Sarah Smiley en Valkyrjur voru einum færri þegar síðara markið kom.

Mörk/stoðsendingar SA Valkyrjur:

Hrund Thorlacius 1/1
Sarah Smiley 1/1
Anna S. Ágústsdóttir 1/1
Hrund Thorlacius 1/1
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/2
Katrín Hrund Ryan 0/1
Guðrún Arngrímsdóttir 0/1

Brottvikningar SA Valkyrjur: 12 mínútur.

Brottvikningar Björninn: 4 mínútur.

Mynd: Ágúst Ásgrímsson.

HH