SA - SR umfjöllun (síðari leikur)


Síðari leikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur endaði með sigri norðanmanna, rétt einsog fyrri leikurinn. Norðanmenn gerðu 5 mörk gegn 1 marki SR-inga. Segja má að fyrsta lotan hafi farið rólega af stað og eina mark þriðjungsins gerði Rúnar F. Rúnarsson eftir stoðsendingu frá þeim Sigurði Sigurðssyni og Stefáni Hrafnssyni. Strax í upphafi annarra lotu bætti Andri Freyr Sverrisson við marki fyrir SA-menn. Kristján F. Gunnlaugsson minnkaði muninn fyrir SR-inga stuttu síðar eftir stoðsendingu frá Helga Páli Þórissyni. En SA-menn bættu sífellt í sóknarþunga sinn og áður en lotan var á enda höfðu Rúnar Rúnarsson, Steinar Grettisson og Sigurður Sigurðsson bætt við mörkum fyrir heimamenn.
Síðasta lotan var töluvert hnoð hjá báðum liðum og lítið um skemmtilegt spil.


Lotur: 1 – 0, 4 – 1, 0 – 0.
 
Mörk/stoðsendingar SA:

Rúnar F. Rúnarsson 2/1
Sigurður S. Sigurðsson 1/1
Andri Sverrisson 1/1
Steinar Grettisson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/1
Sigurður Óli Árnason 0/1
Björn Már Jakobsson  0/1

Brottvísanir SA: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Kristján F. Gunnlaugsson 1/0
Helgi Páll Þórisson 0/1

Brottvísanir SR:  51 mínúta.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH