SA - SR umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Skautafélag Reykjavíkur sótti Skautafélag Akureyrar heim á íslandsmóti karla í gærkvöld. Það voru heimamenn í Skautafélagi Akureyrar sem fóru með sigur hólmi en þeir unnu leikinn með fimm mörkum gegn þremur mörkum SR-inga. 
Bæði lið náðu stigum úr sínum fyrsta leik sem fram fór um síðustu helgi. Heimamenn höfðu bæst við liðsauki frá síðasta leik því Sigurður Sigurðsson og Ingþór Árnason voru mættir til leiks en þeir áttu ekki heimangengt í fyrsta leik liðsins.
SA-menn komu gestunum í opna skjöldu strax í byrjun því þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 2 – 0 þeim í hag. Mörkin gerðu þeir Andri Már Mikaelsson og Ben DiMarco. SR-ingar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig því á 6. Mínútu nýttu þeir sér að vera einum fleiri en það var Robbie Sigurðsson sem átti markið. Hvorugt liðið bætti við mörkum það sem eftir lifði lotu. Strax í upphafi annarrar lotu kom Orri Blöndal SA-mönnum aftur yfir og lengi vel leit útfyrir að það yrði eina mark lotunnar. Þegar ein sekúnda var hinsvegar til lotuloka minnkaði Robbie Sigurðsson munninn í 3 – 2. SA-menn sem sótt höfðu meira allan leikinn gerðu hinsvegar nánast útum leikinn strax í byrjun þriðju lotu með tveimur mörkum frá Ingvar Þór Jónssyni. Arnþór Bjarnason minnkaði hinsvegar muninn fyrir SR-inga þegar lotan var rúmlega hálfnuð en lengra komust gestirnir ekki að þessu sinni.   

Mörk/stoðsendingar SA:

Ingvar Þór Jónsson 2/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Ben DiMarco 1/0
Orri Blöndal 1/0
Sigurður Reynisson 0/1
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar SA: 20 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Robbie Sigurðsson 2/0
Arnþór Bjarnason 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 0/1
Jón Andri Óskarsson 0/1
Miloslav Racansky

Refsingar SR: 14 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH