SA - SR umfjöllun

Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mættust í skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Bæði lið hafa undanfarin ár gert nokkuð af því að stela sigrum á útivelli þegar þau mætast og á því varð engin breyting. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu 5 mörk gegn 3 mörkum heimamanna.
Það var Orri Blöndal sem opnaði markareikninginn fyrir heimamenn um miðja fyrstu lotu en það var jafnframt eina markið sem gert var í lotunni.

Stutt var liðið af annarri lotu þegar Arnþór Bjarnason jafnaði metin fyrir SR-inga en hann átti eftir að koma mikið við sögu í leiknum

Um miðja aðra lotu misstu heimamenn í SA menn í refsiboxið með stuttu millibili. SR-ingar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn með “power play” línunni sinni. Það var Daniel Kolar sem skoraði markið en Gauti Þormóðasson og Arnþór Bjarnason áttu stoðsendingarnar. SR-ingar því komnir yfir en áður en lotunni lauk náði Orri Blöndal  að jafna metin fyrir SA með sínu öðru marki.

Allt útlit var því fyrir að þriðja og síðasta lota yrði æsi spennandi og sú varð raunin. Steinar Páll Veigarsson kom SR yfir en Rúnar Rúnarsson jafnaði jafnharðan fyrir SA. Stuttu síðar lentu SA-menn aftur í að vera tveimur mönnum færri. Daniel Kolar endurtók því leikinn frá því í 2. lotu og kom SR-ingum yfir þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum. SA-menn pressuðu það sem eftir lifði lotunnar og reyndu sitt ýtrasta til að jafna. Allt kom fyrir ekki eftir að SA-menn tóku markmann sinn af velli til að fjölga í sókninni reyndist Arnþóri Bjarnasyni auðvelt mál að skora í autt markið þeirra þegar um 9 sekúndur lifðu leiks. Eins og áður sagði er það ekkert nýtt undir sólinni að þessi tvo lið steli sigri af hvort öðru þegar þau koma í heimsókn. Það verður því spennandi að sjá hvort akureyringum tekst að svara fyrir sig í næsta leik liðanna sem verður 21. nk í Laugardalnum.


Mörk/stoðsendingar SA:


Orri Blöndal 2/0
Rúnar F Rúnarsson 1/0

Refsimínútur SA: 32 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Daniel Kolar 3/0
Arnþór Bjarnason 1/4
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Gauti Þormóðsson 0/1

Refsimínútur SR: 16 mínútur.

Dómari var Andri Magnússon

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH