SA - SR umfjöllun

Í gærkvöld léku SA og SR í Skautahöllinni á Akureyri og lauk leiknum með sigri heimamanna 6 – 3. SA náði undirtökunum snemma í fyrstu lotu og á fyrstu 10 mínútum hennar gerði liðið 4 mörk gegn aðeins einu marki SR-inga. Eftir það jafnaðist leikurinn og bætti hvorugt lið við marki það sem eftir lifði lotunnar. Atkvæðamestur SA-manna á þessum tíma var Josh Gribben sem gerði tvö mörk og átti eina stoðsendingu.

Næsta lota var öllu rólegri og skiptu liðin með sér jöfnum hlut en bæði skoruðu eitt mark.

Athygli vekur hversu vel SA-menn nýta það að vera einum fleiri inn á vellinum (í power play) en af sex mörkum þeirra komu fimm þegar SR-ingar voru manni færri. Arnþór Bjarnason fór hinsvegar mikinn fyrir SR og skoraði öll mörkin þeirra þar af tvö eftir stoðsendingu frá Daniel Kolar.

Mörk og Stoðsendingar SA: 
Josh Gribben 2/3
Stefán Hrafnsson 1/2
Jón Gíslason 1/1
Steinar Grettisson 1/1
Sigurður Sigurðsson 1/0
Sindri Björnsson 0/1
Sigurður Árnason 0/1.

Brottvísanir SA: 14 mín.

Mörk/stoðsendingar SR:

Arnþór Bjarnason 3/0
Daniel Kolar 0/2

Brottvísanir SR: 22 mín

HH