SA - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mættust á íslandsmóti kvenna sl. laugardag og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SA-kvenna sem gerðu sjö mörk gegn fjórum mörkum SR-inga. Með sigrinum hafa SA-konur náð þriggja stiga forystu á Björninn en bæði lið hafa leikið sex leiki.

Það voru SR-konur sem komust yfir með marki frá Diljá Sif Björgvinsdóttir fljótlega í fyrstu lotu en SA-konur svöruðu fyrir sig með þremur mörkum áður en lotan var úti. Fyrsta mark þeirra átti Kristín Jónsdóttir en Sunna Björgvinsdóttir átti hin tvö.

Önnur lotan var jöfn hvað markaskorun varðaði, Diljá minnkaði muninn í 3 - 2 skömmu eftir miðja lotu en SA-konur svöruðu með tveimur mörkum frá Sunnu og Silvíu Björgvinsdætrum. Spilandi þjálfari SR-inga, Sigríður Finnbogadóttir, átti svo lokaorðið í lotunni og staðan 5 - 3 í lotulok.

Fljótlega í þriðju lotunni juku SA-konur enn á forystu sína í 6 -3 með marki frá fyrrnefndri Silvíu og staða þeirra orðin vænleg. Um miðja lotu misstu þær hinsvegar tvo leikmenn í refsiboxið og spilandi þrjár á fimm minnkuðu SR-konur muninn og aftur var það Sigríður Finnbogadóttir sem skoraði. Lokaorðið áttu hinsvegar norðankonur og þar var á ferðinni Védís Valdimarsdóttir.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sunna Björgvinsdóttir 3/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/1
Kristín Björg Jónsdóttir 1/1
Védís Valdemarsdóttir 1/0
Elise Marie Väljaots 0/1
Hrund Thorlacius 0/1
Kristina Seiz 0/1
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1

Refsingar SA: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/0
Sigríður Finnbogadóttir 2/0
Karen Ósk Þórisdóttir 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH