SA - SR (síðari leikur) umfjöllun

Seinni leikur Skautafélags Akureyrar gegn Skautafélagi Reykjavíkur um þessa helgi fór fram á laugardagskvöldið í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn endaði með  öruggum sigri SR-ingar sem skoruðu 9 mörk gegn 5 mörkum SA-manna. Segja má að leikurinn hafi því verið algjör viðsnúningur frá fyrri leiknum þar sem SA-menn unnu nokkuð öruggan sigur 6 - 3. Mikið gekk á í fyrstu lotunni og alls voru skoruð sjö mörk í henni. SR-ingar gerðu fjögur gegn þremur mörkum norðanmanna sem þó síst sóttu minna.
Í annarri lotu héldu norðanmenn áfram að sækja en þrátt fyrir það dró enn í sundur með liðunum því SR-ingar gerðu tvö mörk gegn einu marki SA-manna. Staðan því 4 – 6 og enn möguleikar fyrir SA-menn að koma sér inn í leikinn.
SA-menn sáu hinsvegar ekki til sólar í þriðu og síðustu lotunni á meðan SR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni í 4 – 9. SA-menn náðu þó aðeins að rétta hlut sinn þegar sekúnda var eftir að leiknum og endaði hann einsog áður sagði 5 – 9.

Fram að þessu hefur verið lítil kreppa í refsimínútum á Íslandsmótinu og var svo áfram í þessum leik.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sigurður S. Sigurðsson 1/2
Björn Már Jakobsson 1/1
Josh Gribben 1/0
Stefán Hrafnsson 1/0
Steinar Grettisson 1/0
Jón B. Gíslason 0/1
Michael Boudreau 0/1

Brottvikningar SA: 84 mín.

Mörk/stoðsendingar SR:

Svavar Steinsen 3/1
Egill Þormóðsson 2/2
Gauti Þormóðsson 1/2
Þorsteinn Björnsson 1/2
Arnþór Bjarnason 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/0

Brottvikningar SR: 67 mín.

Dómari leiksins var Michal Kobezda

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH