SA-SR leikur 8. nóvember 2016

Elvar Freyr Pálsson tók mynd kvöldsins
Elvar Freyr Pálsson tók mynd kvöldsins

Leikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur.

Skautafélag Akureyrar tók á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz-deild karla í kvöld. Leikurinn var hraður og jafn. SA byrjaði leikinn af krafti og var mikið í sókn. Það var hinsvegar Kári Guðlaugsson sem skoraði fyrsta markið fyrir SR eftir slæman varnarleik Skautafélags Akureyrar. Víkingar svöruðu fyrir sig áður en fyrsta lota endaði með marki frá Sigurði Sigurðssyni eftir mikla baráttu fyrir framan markið hjá Ævari Björnssyni. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhulta, leikurinn var nokkuð jafn en virtist SA þó hafa yfirhöndina mest allan leikinn. Sunnanmenn settu góða pressu á heimaliðið og enduðu Víkingar því meira í refsiboxinu en ella. Um miðja aðra lotu kom Andri Már Mikaelsson Víkingum yfir meðan SR var með mann í refsiboxinu. Þriðja lota einkenndist af frábærri markvörslu beggja vegna íssins, Ævar Björnsson og Jussi Suvanto stóðu þétt milli stanganna og urðu ekki fleiri mörk í leiknum þrátt fyrir margar góðar tilraunir og voru lokatölur því 2-1 fyrir Víkingum.

Stig SR:

Kári Guðlaugsson 1/0

Sölvi Atlason 0/1

Refsimínútur SR:

4 mín

Stig SA:

Sigurður Sigurðsson 1/0

Andri Már Mikaelsson 1/0

Jussi Sipponen 0/2

Refsimínútur SA:

8 mín