SA - SR í 2. flokki í gær: 6 -2

Í gærkvöldi mættust á Akureyri lið heimamanna í Skautafélagi Akureyrar og lið Skautafélags Reykjavíkur í 2. flokki.  Norðanmenn fóru betur betur af stað og skoruðu fyrstu 3 mörk leiksins en þar voru á ferðinni Orri Blöndal, Andri Sverrisson og Hilmar Leifsson.  Hjörtur Hilmarsson minnkaði muninn fyrir SR á síðustu sekúndu lotunnar og því stóðu leikar í 3 - 1 eftir fyrstu lotu.
Í 2. lotu jöfnuðust leikar og SR skoraði eina mark lotunnar en það var skondið mark sem kom beint úr uppkasti í varnarsvæði SA.  Leikmaður SA sópaði pekkinum beint úr uppkastinu í gegnum klofið á sínum eigin markmanni og breytti stöðunni í 3 - 2.
Jafnræðið hélt áfram fram í 3. lotu en það voru svo SA menn sem bættu við 4. markinu um miðbik lotunnar, en þar var á ferðinni Þórir Kristjánsson.  Andri Sverrisson bætti við 5. markinu og fullkomnaði þrennuna skömmu síðar og lauk leiknum með 6 mörkum gegn 2.
Landsliðmarkvörðurinn og máttárstólpinn í liði SR, Ævar Þór Björnsson, tók sig til og spilaði í vörninni í þessum leik og eftir lét Daníel Jóhannssyni markvörsluna að þessu sinni.  Meðfylgjandi mynd var tekin af Ævari eftir leik.
Mörk og stoðsendingar:
SA: Andri Sverrisson 3/1, Orri Blöndal 1/1, Þórir Kristjánsson 1/0, Hilmar Leifsson 1/0, Sigurður Árnason 0/1, Sigurður Reynisson 0/1, Jóhann Leifsson 0/1, Ingólfur Elíasson 0/1.

SR:  Andri Guðlaugsson 1/1, Hjörtur Hilmarsson 1/0.   Brottvísanir:  SA 12 mín og SR 12 mín.   Aðaldómari:  Rúnar Freyr Rúnarsson Línudómarar Leonard og Dúi