SA -SR á Akureyri klukkan 17 í dag og aftur klukkan 10 í fyrramálið

Í dag laugardag klukkan 17:00 eigast við á Akureyri SA og SR í Skautahöllinni á Akureyri liðin leika svo aftur á morgun sunnudag klukkan 10:00. Nokkur spenna er fyrir þessa leiki því að leikir liðanna hafa verið spennandi í vetur.

Vonast var til að hægt væri að hafa leikina í beinni á netinu en verið er að berjast við smá tæknilega örðugleika við uppsetningu á tölvukerfinu, og óvíst er að takist að komast fyrir þá fyrr en eftir helgina.