SA - SR 4. LEIKUR Í ÚRSLITUM - UMFJÖLLUN

Frá leik liðanna
Frá leik liðanna

Fjórði leikurinn í úrslitakeppni karla fór fram á föstudagskvöld þegar Skautafélag Akureyrar bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með fjórum mörkum gegn einu. Staðan í einvíginu er því 3 – 1 SA-mönnum í vil en það lið sem fyrr verður til að vinna fjóra leiki hampar titlinum. Næsti leikur er á morgun, mánudag, en þá mætast liðin í Laugardalnum og hefst sá leikur klukkan 19.00.

Það voru norðanmenn sem byrjuðu leikinn betur en það var þó ekki fyrr en á lokamínútu leikhlutans sem þeir komust yfir. Markið gerði Jón B. Gíslason með góðu skoti utan af kanti. Strax í byrjun annarrar lotu misstu heimamenn í SA tvo leikmenn af velli. Það átti eftir að reynast þeim dýrtkeypt því Robbie Sigurðsson hamraði pökkinn í netið skömmu síðar. Það sem eftir lifði lotunnar skiptust liðin á að sækja en mörkin létu á sér standa. SA-menn komust svo yfir fljótlega í þriðju lotu þegar Andri Freyr Sverrisson hirti upp frákast eftir skot Ingþórs Árnasonar. Tæpum fjórum mínútum síðar jók Sigurður Reynisson enn muninn fyrir heimamenn með marki af stuttu færi og staða SA-manna orðin nokkuð góð. Lokorð leiksins átti síðan Ingólfur Tryggvi Elíasson á lokamínútu leiksins eftir góða sendingu frá Ben DiMarco.

Mörk/stoðsendingar SA:
Andri Freyr Sverrisson 1/2
Sigurður Reynisson 1/0
Jón B. Gíslason 1/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/2
Rett Vossler 0/1
Ben DiMarco 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1

Refsingar SA: 16 mínútur

Mark/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/0
Sam Krakauer 0/1
Victor Anderson 0/1

Refsingar SR: 14 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH