SA - SR 3. LEIKUR Í ÚRSLITUM - UMFJÖLLUN

Þriðji leikurinn í úrslitum karla fór fram í gærkvöld en þá báru SA menn sigurorð af SR-ingum með þremur mörkum gegn einu. Með sigrinum náðu norðanmenn forystu í einvíginu en liðið hefur nú unnið tvo leiki en SR-ingar einn en það lið sem fyrr verður til að vinna fjóra leiki hampar titlinum.
SR-ingar voru án síns stigahæðsta leikmanns, Miloslav Racansky, sem lá heima í flensu en stigahæðsti leikmaður SA-manna, Ben DiMarco, var hinsvegar í fullu fjöri og endaði á að skora öll mörk heimamanna.
Ágætis jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu sem var markalaus. Helstu tíðindin voru Jóhann Már Leifsson fékk leikdóm í lotunni eftir brot á Daníel Steinþór Magnússyni en hvorugur leikmaðurinn kom við sögu í leiknum eftir það.
Um sjö mínútur voru liðnar af annarri lotu þegar Ben Di Marco, eftir gott einstaklingsframtak, opnaði markareikning SA manna en á þeim tímapunkti voru SA-menn manni fleiri á ísnum. SA var töluvert sókndjarfara í lotunni en Bjarki Reyr Jóhannesson jafnaði hinsvegar metin fyrir SR þegar langt var liðið á lotuna en rétt einsog í marki gestgjafanna voru SR-ingar manni fleiri á ísnum þegar markið kom.
Heimamenn höfðu síðan góð tök á þriðju og síðustu lotunni og um hana miðja kom DiMarco þeim yfir og aftur eftir gott einstaklingsframtak. SR-ingar reyndu undir lokin að auka sóknarþunga sinn og jafna leikinn með því að taka markmann sinn, Ævar Þór Björnsson útaf en það gekk eki sem skildi og þessi í stað fullkomnaði Ben DiMarco þrennu sína með auðveldu marki.

Mörk/stoðsendingar SA:
Ben DiMarco 3/0
Rett Vossler 0/2

Refsingar SA: 33 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Samuel Krakauer 0/1

Refsingar SR: 12 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH