SA - SR 3 - 16 (1-4)(0-6)(2-6)

Í morgun klukkan 10 áttust við SA og SR í öðrum leik sínum þessa helgi. Leiknum lauk með sigri SR 3 - 16 og var alger viðsnúningur frá viðureign gærdagsins þar sem nú gékk allt upp í leik SR en SAingar áttu í basli við það að koma pekkinum inn hjá Birgi Sveinssyni markverði SR auk þess sem að þeir lentu í brottrekstrarvandræðum. Líklega er þetta versta útreið sem að akureyringar hafa fengið á heimavelli sínum frá upphafi. Úlfar Andrésson var maður leiksins að mati þess sem þetta skrifar.

Leikurinn í tölum:
Mörk /stoðsendingar SA: Birkir Árnason 2/0, Steinar Grettisson 1/0, Jan Kobezda 0/2, Clark Alexander McCormick 0/1.

Mörk / stoðsendingar SR: Úlfar Andrésson 5/1, Gauti Þormóðsson 2/4, Zednic Prohazka 2/3, Þorsteinn Björnsson 2/0, Sindri Már Björnsson 2/0, Guðmundur Björgvinsson 1/1, Steinar Páll Veigarsson 1/1, Svavar Rúnarsson 1/0, Þórhallur Viðarsson 1/0, Stefán Hrafnsson 0/3, Helgi Páll Þórisson 0/1.

Refsingar SA: Samtals 90 mínútur (2x25 mín leikdómar)(2x10 mín persónulegir áfellisdómar)(9x2 mín)

Refsingar SR: Samtals 16 mínútur (8x2 mín)

Skot sem SA skýtur á mark SR: 22 skot sem gáfu 3 mörk (7:10:7) eitt mark á hver 7,3 skot eða 13,64% nýting

Skot sem SR skýtur á mark SA: 62 sem gáfu 16 mörk (17:14:31) eitt mark á hver 3,8 skot eða 25,81% nýting

Markmenn:

Mike Kobezda - SA: Fékk á sig 25 skot þar af 6 mörk sem er 76,00% varin skot

Ómar Smári Skúlason - SA: Fékk á sig 37 skot þar af 10 mörk sem er 72,97% varin skot

Birgir Örn Sveinsson - SR: Fékk á sig 25 skot þar af 3 mörk sem er 86,36% varin skot