SA sigrar Björninn í 2. flokki

Í gærkvöldi mættust á Akureyri Skautafélag Akureyrar og Björninn í 2. flokki.  Heimamenn báru að þessu sinni sigur úr býtum með fjórum mörkum gegn tveimur.  Þetta er í annað sinn sem þessi lið mætast í vetur en fyrri viðureign liðanna lauk með sigri Bjarnarins.  Tölulegum upplýsingum um leikinn verður bætt við þegar leikskýrsla skilar sér í hús.