SA sigraði Björninn í meistaraflokki

Í gærkvöldi mættust á Akureyri Skautafélag Akureyrar og Björninn í síðasta skiptið í vetur.  Jafnræði var með liðunum alveg fram í 3. lotu þegar heimamenn tóku að síga framúr og uppskáru að lokum sigur með 9 mörkum gegn 5.  Loturnar fóru 3-3, 2-1 og 4-1.

Mörk og stoðsendingar
 
SA: Jan Kobezda 3/3, Lubomir Bobik 3/3, Marian Melus 1/2, Clark McCormick 1/1,  Einar Guðni Valetine 1/0, Birkir Árnason, Jón Ingi Hallgrímsson 0/1, Sigurður Árnason 0/1

Björninn:  Hrólfur Gíslason 2/2, Brynjar F. Þormóðssin 2/2, Matthias Nordin 1/1, Guðmundur Ingólfsson 0/2.
 

Skot á mark: SA 58   Björninn 54
 
Brottvísanir:
 
SA 34 mínútur
Bjö 40