SA og Esja í úrslit í meistaraflokki karla á þessu tímabili.

Undankeppni þessa tímabils lauk í kvöld með tveimur leikjum og var mikil spenna í gangi fyrir þá. Þeir fóru þannig að SA lagði Björninn 8-4 og SR tapaði leik sínum gegn Esju 1-7. Þetta þýðir að til úrslita um Íslandsmeistaratitil leika SA og Esja. Úrslitakeppnin hefst næstkomandi föstudag á Akureyri og hefst þessi fyrsti leikur úrslitarimmunar klukkan 19:45.