SA - Narfi; 8-4

Í kvöld mættust á Akureyri Skautafélag Akureyrar og Narfi frá Hrísey.  SA var sterkari aðilinn í þessum leik en Narfi stóð vel í þeim og beit frá sér svo úr varð hörku leikur.  Loturnar fóru 3-1, 4-2 og 1-1.
 
Mörk og stoðsendingar
SA: Marian Melus 2/2, Lubomir Bobik 2/1, Jón Ingi Hallgrímsson 2/0, Steinar Grettisson 1/1, Einar Valentine 0/2Arnþór Bjarnason 1/0

Narfi:  Sigurður Sigurðsson 1/2, Elvar Jónsteinsson 2/0, Stefán Grétar Þorleifsson 1/0, Erlingur Heiðar Sveinsson 0/1, Helgi Gunnlaugsson 0/1.

Brottvísanir
SA 14mín
Narfi 18mín