Staðan í úrslitaeinvígi SA og Esju er 2 - 0.

Ljósmynd Elvar Pálsson
Ljósmynd Elvar Pálsson

Nú hafa verið leiknir tveir leikir í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla.  Fyrri leikurinn fór fram á Akureyri á föstudagskvöldið og lauk með sigri SA 3 - 2 og sá seinni fór fram í gærkvöldi í Laugardalnum og lauk einnig með sigri SA að þessu sinni 4 - 3.  Báðir leikirnir voru gríðarlega spennandi frá upphafi til enda og hart barist frá fyrstu til síðustu mínútu.

Viðureignir þessara liða í vetur hafa undantekningalaust verið spennandi og skemmtilegar og úrslitakeppnin er þar engin undantekning.  Á morgun fer svo fram þriðji leikurinn í rimmunni á Akureyri.

Það þarf sjálfsagt ekki að taka það fram að leikurinn á morgun verður viburður sem hokkíáhugafólk má ekki láta framhjá sér fara.  Esjumenn eru komnir upp við vegg og munu leggja allt í sölurnar til að tryggja sér næsta leik í Reykjavík á fimmtudaginn og sömuleiðis eiga SA menn möguleika á að tryggja sér titilinn með sigri.  Það verður því hart barist og bæði lið munu leggja allt í sölurnar.  Leikurinn hefst kl. 19:45.

Meðfylgjandi mynd tók Elvar Pálsson í leik liðanna á föstudaginn á henni má sjá Sigurð Reynisson (SA) og gegn markverði Esju Daníel Jóhannssyni og varnarmanninum Daniel Kolar.