SA Jötnar - SR umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur gerði góða ferð norður til Akureyrar um helgina og nældi sér þar í sex stig þegar þeir öttu kappi við SA Jötna. Fyrri leikurinn sem spilaður var á föstudegi endaði 3 – 6 en sá síðari sem spilaður var daginn eftir 2 – 8. Með sigrunum hefndu SR-ingar fyrir tapið í fyrsta leik íslandsmótsins en þá unnu SA Jötnar þá óvænt í Laugardalnum með 7 mörkum gegn 4.

SR-ingar hófu leikinn á föstudagskvöldinu að miklum krafti og þegar fyrsta lota var úti var staðan 0 – 3 þeim í hag. Strax í upphafi annarrar lotu bætti Egill Þormóðsson við fjórða markinu. Jötnarnir gáfust þó ekki upp og komu sér inn í leikinn með tveimur mörkum á stuttum tíma. SR-ingar áttu hinsvegar bættu hinsvegar við marki á síðustu mínútu lotunnar og var þar að verki Andri Þór Guðlaugsson. Staðan því 2 – 5 eftir aðra lotu.
Í síðustu lotunni settu liðin sitthvort markið. Jötnar voru á undan með marki frá Stefáni Hrafnssyni en fyrirliði SR-inga, Steinar Páll Veigarsson gerði markið þeirra. 

Mörk/stoðsendingar SA Jötna;

Elvar Jósteinsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Stefán Hrafnsson 1/0
Jón B. Gíslason 0/1

Refsimínútur: 28 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR:
Steinar P. Veigarsson 2/0
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Andri Þ. Guðlaugsson 1/0
Gauti Þormóðsson 1/0
Egill Þormóðsson 1/0
Guðmundur Björgvinsson 0/1
Kári Valsson 0/1

Refsimínútur: 36 mínútur


Síðari leikur SA Jötna og SR-inga lauk einsog áður sagði með öruggum sigri sunnanmanna. Nokkuð vantaði upp á að Jötnar gætu stillt upp sínu sterkasta liði. Ingvar Þór Jónsson og Josh Gribben eru meiddir og Jóhann Leifsson staddur erlendis.
Það var Tómas Tjörvi Ómarsson sem opnaði markareikning SR-inga að þessu sinni en Sigurður Reynisson jafnaði metin fyrir Jötna með sínu öðru meistaraflokksmarki í vetur. Gauti Þormóðsson var hinsvegar fljótur að svara fyrir SR-inga eftir stoðsendingu frá Agli bróðir sínum. Áður en lotan var úti bætti Svavar Steinsen við marki fyrir sunnanmenn og staðan eftir fyrstu lotu því 1 – 3. Jötnar áttu hinsvegar fyrsta markið í annarri lotu en eftir það má segja að leikurinn hafi verið SR-inga. Þeir bættu við tveimur mörkum fyrir lotu lok og staðan því 2 – 5 þeim í vil. Í þriðju lotu buldu skotin á marki SA Jötna og uppskeran var þrjú mörk. Nokkur pirringur var í leikmönnum liðanna og báru menn þess greinilega merki að vera leika annan leikinn á stuttum tíma.   

Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:

Sigurður Reynisson 1/0
Björn M. Jakobsson 1/0
Orri Blöndal 0/1
Andri Mikaelsson 0/1

Refsimínútur SA Jötna: 80 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Tómas T Ómarsson 3/0
Egill Þormóðsson 1/3
Gauti Þormóðsson 1/1
Svavar Steinsen 1/0
Pétur Maack 1/0
Árni Bernhöft 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Guðmundur Björgvinsson 0/1

Refsimínútur SR: 64 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH