SA Jötnar - SA Víkingar umfjöllun

SA Víkingar báru í gærkvöld sigurorð af SA Jötnum með fjórum mörkum gegn þremur eftir að staðan hafði verið 3 – 3 að lokum venjulegum leiktíma. Víkingar voru sókndjarfari allan tímann en samkvæmt tölfræðinni áttu þeir 47 skot á mark gegn 14 skotum Jötna. 

Jötnar áttu þó þrjú fyrstu mörk leiksins, Stefán Hrafnsson var með tvö og Helgi Gunnlaugsson eitt. Andri Már Mikaelsson skoraði mark Víkinga.

Þrátt fyrir mikinn sóknarþunga í annarri lotu náðu Víkingar aðeins að koma pökknum einsusinni  í markið hjá Jötnum undir lok lotunnar. Orri Blöndal var þar að verki eftir stoðsendingar Gunnar Darra og Ingvars Þórs.

Fljótlega eftir að þriðja lotan hófst jafnaði Andri Már metin fyrir Víkinga en þrátt fyrir áframhaldandi sókn þeirra tókst þeim ekki að knýja fram sigur í venjulegum leiktíma.

Því var framlengt og spilað uppá gullmark. Jóhann Már Leifsson tryggði Víkingum stigið eftir 27 sekúndur og um leið aukastigið sem spilað var um.

Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:

Stefán Hrafnsson 2/1
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Jón B. Gíslason 0/1
Erlingur Sveinsson 0/1
Elmar Jónsteinsson 0/1

Refsingar SA Jötnar: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Andri Már Mikaelsson 2/0
Orri Blöndal 1/1
Jóhann Leifsson 1/0
Ingvar Þ. Jónsson 0/2
Andri F. Sverrisson 0/1
Gunnar Darri Sigurðsson 0/1

Refsingar SA Víkingar: 6 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH