SA Jötnar - SA Víkingar umfjöllun

SA Jötnar og SA Víkingar áttust við á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 5 mörk gegn 1 marki Jötna. Jötnar voru án tveggja lykilleikmanna, þeirra Josh Gribben og Ingvars Þórs Jónssonar sem báðir voru meiddir og munaði þar um minna. Víkingarnir voru allan tímann með nokkurra yfirburði á svellinu og skoruðu fyrstu þrjú fyrstu mörk leiksins án þess að Jötnar næðu að svara fyrir sig. Tvö mörkin komu í fyrstu lotu og staðan því 2 – 0 að henni lokinni. Eftir að Víkingar komust í 0 – 3 minnkaði Orri Blöndal muninn fyrir Jötna. Rúnar F. Rúnarsson bætti hinsvegar í fyrir Víkinga og staðan eftir aðra lotu 1 – 4. Gunnar Darri Sigurðsson bætti svo við marki í síðustu lotunni fyrir Víkinga.

Mörk/stoðsendingar SA Jötnar: 

Orri Blöndal 1/0
Sigurður Reynisson 0/1

Refsimínútur SA Jötnar 6 mínútur.


Mörk/stoðsendingar SA Víkingar: 

Rúnar Rúnarsson 2/1
Sigurður Sigurðsson 1/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Jón B. Gíslason 1/0
Stefán Hrafnsson 0/2
Andri Mikaelsson 0/2
Einar Valentine 0/1

Refsimínútur SA Víkingar: 2 mínútur.

Sigurgeir Haraldsson

HH