SA Jötnar - Björninn umfjöllun

SA Jötnar og Björninn léku á laugardagskvöld á Íslandsmótin í íshokkí. Leikurinn fór fram á Akureyri og lauk með sigri SA Jötna sem gerðu sjö mörk gegn þremur mörkum Bjarnarins.
Með sigrinum náðu SA Jötnar fimm stiga forskoti á Björninn en bæði liðin hafa leikið fimmtán leiki og eiga því eftir að leika þrjá leiki á tímabilinu. Lið Bjarnarins, sem spilaði til úrslita á síðasta tímabili, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar þennan veturinn enda missti liðið nokkuð af mannskap milli ára.
Jötnar náðu tveggja marka forystu um miðja lotu með mörkum frá Jóhanni Leifssyni og Jóni B. Gíslasyni. Bjarnarmann minnkuðu muninn með marki frá  Vilhelm Már Bjarnason fyrirliða skömmu síðar. Ekki voru fleiri mörk skoruð og staðan eftir fyrstu lotu því 2 – 1.
Í annarri lotunni náðu Jötnar að bæta við forskot sitt en lotan endaði 3 – 1 heimamönnum í vil. Fyrsta markið gerði Birgir Þorsteinsson fyrir Jötna en þetta er jafnframt fyrsta markið hans í meistaraflokki. Önnur mörk Jötna gerðu Andri Már Mikaelson, Birgir Örn Sveinsson en mark Bjarnarmanna átti Trausti Bergmann. Staðan þvi 5 – 2 fyrir Jötna í lotulok.
Síðustu lotunni lauk 2 – 1 fyrir Jötnum og því sigur þeirra öruggur að þessu sinni.
Næstu leikir verða á morgun þriðjudag en þá taka Jötnar á móti Víkingum og Björninn fær Skautafélag Reykjavíkur í heimsókn.

Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:

Jón B Gíslason 2/0
Andri Mikaelsson 2/0
Birgir Þorsteinsson 1/0
Birgir Sveinsson 1/0
Jóhann Leifsson 1/0
Pétur Sigurðsson 0/1
Helgi Gunnlaugsson 0/1
Ingvar Jónsson 0/1
Ingólfur Elíasson 0/1

Brottrekstrar SA Jötnar: 22 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Vilhelm Már Bjarnason 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Andri Helgason 0/1

Refsingar Björninn: 78 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH