SA Íslandsmeistari U20 2019

Skautafélag Akureyrar U20 er Íslandsmeistari 2019.

Íshokkílið Skautafélags Akureyrar, skipað leikmönnum af báðum kynjum yngri en 20 ára eru Íslandsmeistarar 2019 og eru vel að því komin.

Lið SA hefur haft yfirburðastöðu í vetur eru með 25 stig og eiga tvo leiki til góða,  Lið SR er í öðru sæti með 16 og Fjölnir vermir það þriðja með 4 stig.

Innilega til hamingju með sigurinn, framtíðin er björt hjá þessum ungmennum

Myndin var tekin við verðlaunaafhendingu nú um helgina.