SA Íslandsmeistari í kvennaflokki.

Í gærkvöldi fór fram á Akrureyri þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu á milli SA og Bjarnarins um Íslandsmeistaratitilinn.  Skautafélag Akureyrar bar sigur úr býtum með fjórum mörkum gegn einu og unnu þar með einvígið 3 - 0.

Loturnar fóru 1 - 0, 1 - 0 og 2 - 1.

Mörk SA skoruðu Hrund Thorlacius, Birna Baldursdóttir, Guðrún Arngrímsdóttir og Sarah Smiley.  Stoðsendingar áttu Kristín Jónsdóttir og Guðrún Blöndal.  (leikskýrslu vanta frá leiknum). 

Mark Bjarnarins skoraði Hanna Rut Heimisdóttir.
 

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson af liði Íslandsmeistaranna eftir leikinn í gær.