SA-Fálkarnir í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 mætast í Skautahöllinni á Akureyri kvennalið Skautafélags Akureyrar og Fálkanna frá Winnipeg í Kanada.  Fálkarnir spiluðu tvo leiki á dögunum við Björninn og unnu þær viðureignir 7-1 og 5-0 og nú er bara að sjá hvort þeim norðlensku takist betur að standa uppi í hárinu á þeim.
 
Þetta er í fyrsta skiptið sem kvannalið kemur hingað til lands en mikil gróska hefur verið í íslensku kvennahokkí á undanförnum misserum og því einstakt tækifæri nú fyrir okkar leikmenn að spreyta sig á erlendu liði.  Fólk er hvatt til að fjölmenna í Skautahöllina og fylgjast með skemmtilegri viðureign.