SA eldri sigrar í kvennaflokki

Í kvöld mættust í kvennaflokki á Akureyri SA eldri og Björninn.  Björninn hefur verið sterkasta liðið í deildinni sem af er tímabili, en í kvöld bar SA liðið sigur úr býtum í fyrsta skiptið í vetur, lokastaðan 5 - 4.  Liðin skiptust á að skða allan leikin, Björninn var alltaf fyrr á ferðinni og SA jafnaði.
Fyrsta skiptið sem SA komst yfir í leiknum var á síðustu sekúndunni, þegar Guðrún Blöndal skoraði sigurmarkið þegar tíminn á klukkunni var 59:59.
Þessi sigur SA hleypir meira lífi í kvennadeildina og því horfur á spennandi úrslitakeppni í vor.
Loturnar fóru 0 - 1, 2 - 1 og 3 - 2, samtals 5 - 3.
Brottvísanir:  Björninn 2mín og SA 4mín. 
Mörk og stoðsendingar:
SA:  Sarah Smiley 2/1, Guðrún Blöndal 1/2, Vigdís Aradóttir 1/0, Linda Sveinsdóttir 1/0, Anna Sonja Ágústsdóttir 0/1, Jóhanna Sigurbjörg 0/1.
Björninn:  Ingibjörg Hjartardóttir 2/1, Kristín Ingadóttir 1/2, Steinunn Sigurgeirsdóttir 0/2, Hanna Heimisdóttir 1/0, Vala Stefánsdóttir 0/1.
 
Myndina tók Ásgrímur Ágústsson