SA deildarmeistari 2019 meistaraflokkur kvenna

Meistaraflokkur kvenna hjá Skautafélagi Akureyrar í íshokkí tryggði sér deildarmeistaratitilinn í ár um liðna helgi.

Tveir leikir fóru fram um helgina og vann SA báða leikina.

Eftir leikinn steig formaður mótanefndar Íshokkísambands Íslands, Björn Davíðsson, á ísinn og afhendi fyrirliða SA, Silvíu Rán Björgvinsdóttur, deildarbikarinn.  Bikarinn er farandbikar og verður því á Akureyri næsta árið.

Innilega til hamingju með árangurinn meistaraflokkur kvenna Skautafélags Akureyrar.