SA deildarmeistarar 2021 í Hertz-deild kvenna

Skautafélag Akureyrar (SA) er deildarmeistari í Hertz-deild kvenna 2021.

SA hefur unnið alla sína leiki á þessu tímabili og tryggði sér deildarbikarinn um liðna helgi þegar SA vann SR. 

SA er með yfirburðastöðu í deildinni og hefur unnið alla sína leiki hingað til. 

Þórhallur Viðarsson formaður Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) afhendi bikarinn í lok síðari leiks helgarinnar.

ÍHÍ óskar stelpunum í SA innilega til hamingju með titilinn.