SA - Björninn úrslitakeppni kvenna - umfjöllun

Annar leikur Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í úrslitakeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna fór fram á Akureyri í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði fimm mörk gegn einu marki Bjarnarins. Staðan í einvígi liðanna er nú jöfn, hvort lið hefur unnið einn leik en Björninn vann fyrsta leik liðanna í Egilshöll með 4 mörkum gegn 2. Úrslitin munu því ráðast í þriðja leik liðanna sem fram fer í Egilshöll á fimmtudag.
Segja má að SA-stúlkur hafi haft frumkvæðið í leiknum og strax eftir fyrstu lotu höfðu þær Hrund Thorlacius og Birna Baldursdóttir komið liðinu í 2 - 0. Stoðsendinguna í marki Birnu átti Guðrún Blöndal.

Í annarri lotu sóttu SA-stúlkur áfram af krafti en það voru engu að síður Bjarnarstúlkur sem skoruðu eina mark lotunnar. Þar að verki Flosrún Vaka Jóhannesdóttir eftir stoðsendingu frá Völu Stefánsdóttir. Staðan því 2:1, SA-stúlkum í vil fyrir loka leikhlutann.

Lokalotan var hinsvegar eign SA-stúlkna og það var Sarah Smiley sem
skoraði fyrsta markið. Linda Brá Sveinsdóttir bætti við öðru markinu og það var síðan Guðrún Blöndal sem gulltryggði sigum með marki eftir stoðsendingu frá Söru Smiley.

Eins og áður sagði fer úrslitaleikurinn fram í Egilshöll á morgun og hefst hann klukkan 19.30.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH