SA - Björninn umfjöllun.

Úr myndasafni
Úr myndasafni


Skautafélag Akureyrar og Björninn áttust við síðastliðinn laugardag í meistaraflokki kvenna og fór leikurinn fram norðan heiða. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði þrjú mörk gegn tveimur mörkum SA-kvenna. Bæði lið nýttu sér þær heimildir sem leyfilegar eru hvað varðar lánsleikmenn. Með sigrinum náðu Bjarnakonur að jafna sig að stigum við SA-konur en bæði liðin hafa 18 stig að loknum átta leikjum.
SA-konur, sem voru töluvert sókndjarfari í leiknum komust yfir strax á þriðju mínútu leiksins með marki frá Védísi Valdimarsdóttir. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir jafnaði hinsvegar fyrir Bjarnarkonur áður en mínúta var liðin frá marki SA-kvenna og útlit í byrjun fyrir að nóg yrði af mörkunum. Þau létu hinsvegar aðeins á sér standa og það var langt liðið á lotuna þegar Eva María Karvelsdóttir kom SA-konum í 2 - 1 en þannig var staðan að lokinni fyrstu lotu.
Á sjöundu mínútu annarrar lotu jafnaði Alda Kravec metin fyrir Bjarnarkonur. Það var síðan Guðrún Blöndal sem tryggði Bjarnarkonum öll stigin í leiknum með marki á seinustu sekúndu annarrar lotu því ekkert mark leit dagsins ljós í þriðju og síðustu lotunni.

Mörk/stoðsendingar SA:

Védís Valdímarsdóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 1/0
Ragnhildur Helga Kjartansdóttir 0/1
Katrín Ryan 0/1

Refsingar SA: 2 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Alda Kravec 1/0
Guðrún Blöndal 1/0

Refsingar Björninn: 8 mínútur.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH