SA - Björninn umfjöllun - síðari leikur

Í laugardagskvöldið fór fram síðari leikur Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins. Leikið var á Akureyri og rétt einsog í leiknum í gær fór norðanmenn með sigur af hólmi en leikurinn endaði 4 – 1. Einsog í fyrri leik félaganna sem fram fór á föstudagskvöldið þá sóttu norðanmenn töluvert meira en sunnanmenn. Dennis Hedström markvörður Bjarnarmanna var hinsvegar í feyki formi og fyrstu þrjátíu mínútur leiksins hélt hann hreinu þrátt fyrir að fá á sig um það bil 25 skot. Þá brast ísinn og Steinar Grettisson leikmaður SA skoraði laglegt mark. Innan við mínúta leið þangað til norðanmenn bættu við öðru marki og var þar á ferðinni Josh Gribben en hann átti stórleik með SA-liðinu í leik sömu liða á föstudagskvöldið. Þriðja markið kom síðan skömmu fyrir lok 2. lotu. Bjarnarmenn sem einungis höfðu fengið eina brottvísun allan leikinn misstu tvö menn af velli með skömmu millibili. Jón B. Gíslason var fljótur að nýta sér það með góðu marki eftir stoðsendingu frá Andra Má Mikaelssyni. Strax í byrjun 3ju lotu bætti Jón B. Gíslason sínu öðru marki við að þessu sinni eftir stoðsendingu frá Steinari Grettissyni. Eftir markið fóru Bjarnarmenn að auka við sóknarþunga sinn enda orðnir fjórum mörkum undir. Þeir uppskáru eins og til var sáð þegar Anton Þórðarson skoraði fyrir þá gott mark eftir stoðsendingu frá Arnari Braga Ingasyni. Fleiri urðu mörkin ekki og SA-menn hrósuðu verðskulduðum sigri.

Mörk/stoðsendingar SA:

Jón B. Gíslason 2/0
Steinar Grettisson 1/1
Josh Gribben 1/0
Andri Már Mikaelsson 0/2
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Brottvísanir SA: 16 mín.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Anton Þórðarson 1/0
Arnar Bragi Ingason 0/1

Brottvísanir Björninn 8 mín.

Andri Magnússon dæmdi leikinn.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH