SA - Björninn umfjöllun

Skautafélag Akureyrar og Björninn léku annan leik í úrslitum í gær. Leiknum lauk með sigri norðanmanna í SA sem gerðu 7 mörk gegn 4 mörkum Bjarnarmannna. Með sigrinum jöfnuðu Akureyringar metin í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn en staðan í henni er nú 1 – 1.

Rétt einsog í fyrsta leiknum byrjuðu Bjarnarmenn að krafti og áður en tvær mínútur voru liðnar kom Ólafur Hrafn Björnsson þeim yfir. Jón B. Gíslason jafnaði metin fyrir norðanmenn um miðja lotu eftir sendingu frá Ingólfi Elíassyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í lotunni og staðan því 1 – 1 og Bjarnarmenn ívið sterkari.


Önnur lota var varla hafin þegar Gunnar Guðmundsson kom Bjarnarmönnum í 1 – 2. Þrátt fyrir aukinn sóknarþunga SA-manna var það Úlfar Jón Andrésson sem kom Birninum í 1 – 3 þegar um fimm mínútur lifðu af 2. lotu. Rétt fyrir lok lotunnar náði Rúnar F. Rúnarsson hinsvegar að klóra í bakkann fyrir SA-menn og staðan því 2 – 3 eftir 2. lotu.

Í þriðju lotu náðu hinsvegar heimamenn í SA tökum á leiknum og gerðu 5 mörk gegn 1 marki Bjarnarins. Það voru þeir Jón B. Gíslason, Björn Már Jakobsson og Stefán Hrafnsson sem  skoraði í tvígang fyrir SA-menn. Úlfar Jón Andrésson minnkaði síðan muninn fyrir Björninn en Rúnar F. Rúnarsson gulltryggði síðan sigur SA-manna á síðustu mínútu leiksins.

Þriðji leikur í úrslitum er á morgun sunnudag og hefst klukkan 14.00 í Egilshöll. Ástæða er til að hvetja áhorfendur beggja liða til að fjölmenna og hvetja sitt lið.

Mörk/stoðsendingar: SA:

Jón B. Gíslason 2/1

Stefán Hrafnsson 2/1
Rúnar Freyr Rúnarsson 2/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Josh Gribben 0/2
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1

Refsimínútur SA: 18 mín.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Úlfar Jón Andrésson 2/0  
Gunnar Guðmundsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Óli Þór Gunnarsson 0/1

Refsimínútur Björninn 63 mín.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH