SA - Björninn umfjöllun

Skautafélag Akureyrar og Björninn léku á Akureyri í gær fyrsta leikinn í úrslitum á Íslandsmótinu í íshokkí. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 4 mörk gegn 1 mark heimamanna í SA.

Bjarnarmenn hófu leikinn af miklum krafti í fyrstu lotu og þegar um sjö mínútur voru liðnar af leiknum kom Einar Sveinn Guðnason þeim yfir eftir að hafa fengið góða sendingu frá Brynjari Bergmann. Svo virtist sem SA-mönnum væri nokkuð brugðið og ekki batnaði ástandið þegar Birgir Hansen jók muninn fyrir Bjarnarmenn stuttu fyrir leikhlé og staðan því 0 – 2  gestunum í vil í hléi.

Það var síðan allt annað SA-lið sem mætti á ísinn í 2. lotu. Liðið hélt uppi stórsókn alla lotuna en Snorri Sigurbergsson markmaður Bjarnarmanna gerði þeim lífið leitt. Þess má geta að fyrrnefndur Snorri var með um 97% markvörslu á leiknum í gær. Þrátt fyrir stórsóknina voru það Bjarnarmenn sem nýttu sér að vera manni fleiri um miðja lotuna og bættu við marki. Birgir Hansen bætti þar við sínu öðru marki og staðan orðin 0 – 3. Stuttu síðar misstu Bjarnarmenn mann af velli og einum fleiri voru heimamenn fljótir að skora. Jón B. Gíslason var þar á ferðinni eftir sendingu frá Josh Gribben. Staðan 1 – 3 og þannig endaði lotan.

Í þriðju lotu var nokkuð jafnræði með liðunum. Það voru hinsvegar Bjarnarmenn sem áttu mark lotunnar. Það gerði Brynjar F. Þórðarson og Bjarnarmenn því komnir í álitlega stöðu.

Staðan í einvíginu er því orðin 0 – 1 Bjarnarmönnum í vil. Næsti leikur fer fram í dag klukkan 17.00 og sjálfsagt ætla norðanmenn að hefna ófaranna frá því í gær. Bjarnarmenn hafa sjálfsagt komið mörgum á óvart með sigri enda stutt síðan þeir töpuðu 6 – 0 fyrir norðanmönnum á þessum sama velli. Fjörið heldur því áfram og sjálfsagt verður fjölmennt í höllina á Akureyri í kvöld.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Birgir Jakob Hansen 2/0
Brynjar Freyr Þórðarson 1/1
Einar Sveinn Guðnason 1/1
Gunnar Guðmundsson 0/2
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Brynjar Bergmann 0/1

Refsimínútur Björninn: 14 mín.

Mörk/stoðsendingar SA:

Jón B. Gíslason 1/0
Josh Gribben 0/1

Refsimínútur SA: 10 mín.

HH