SA - Björninn umfjöllun

Skautafélag Akureyrar og Björninn áttust við í fyrst leik íslandsmótsins í íshokkí á Akureyri í dag. Leiknum lauk með sigri SA-manna sem gerðu 4 mörk gegn 2 mörkum gestanna. úr Birninum. Skv. heimildarmanni ÍHÍ-síðunnar var um bráðfjörugan leik að ræða því strax á 3. mínútu kom Rúnar F. Rúnarsson heimamönnum yfir eftir mikinn atgang í markteig Bjarnarmanna. U.þ.b. þremur mínútum seinna jafnaði Úlfar Jón Andrésson  metin fyrir Björninn. Orri Blöndal kom SA-mönnum aftur yfir um miðja fyrstu lotu með góðu skoti en áður en lotunni lauk jafnaði Úlfar Jón Andrésson með glæsilegu skoti upp í vinkilinn. Staðan því 2 -2 eftir fyrstu lotu. Liðin héldu áram að sækja í 2. lotu en mörkin létu á sér standa en þó náði Ingvar Þór Jónsson að setja mark fimm mínútum áður en lotunni lauk. SA-menn því með 3 – 2 forystu í lok lotunnar. Í þriðju lotu reyndu Bjarnarmenn sitt ítrasta til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og þegar um 40 sekúndur lifðu leiks innsiglaði Andri Freyr Sverrisson sigur SA-manna með skondnu marki.
Bjarnarmenn hafa oft átt í erfiðleikum með norðanmenn og sem dæmi má nefna að þeir náðu engum sigri gegn þeim á síðasta tímabili. Að þessu sinni máttu þó norðanmenn í SA hafa sig alla við að innbyrða sigurinn. Vonandi er þessi leikur bara byrjunin að því sem koma skal í vetur, þ.e. að sem flestir leikir verði spennandi fram á lokamínútuna.


Mörk/stoðsendingar SA:

Rúnar F. Rúnarsson 1/1
Orri Blöndal 1/0
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Sigurður Óli Árnason 0/2
Stefán Hrafnsson 0/1
Sigmundur Sveinsson 0/1

Brottrekstrar SA: 20 mín

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Úlfar Jón Andrésson 2/0
Gunnar Guðmundsson 0/1
Kópur Guðjónsson 0/1
Hjalti Geir Friðriksson 0/1


Brottrekstrar Björninn: 8 mín

Myndir Sigurgeir Haraldsson

HH