SA - Björninn umfjöllun

Skautafélag Akureyrar lagði í gærkvöld Skautafélagið Björninn í hörku hokkíleik sem þrátt fyrir allt var mjög prúðmannlega leikinn. Lokatölur leiksins urðu 4 – 3. Bjarnarmenn komust í tvígang yfir í leiknum en Josh Gribben, kanadamaðurinn í SA liðinu var drengjunum úr Grafarvoginum erfiður viðureignar og jafnaði metin í bæði skiptin. Gribben lét ekki þar við sitja heldur bætti við þriðja markinu sínu og kom SA yfir. Jón B. Gíslason kom þeim í 4 - 2 og allt stefndi í þægilegan sigur SA þegar Birgir Hansen minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok og sá til þess að síðustu mínúturnar voru æsispennandi. En norðanmenn héldu leikinn út og fóru með sigur að hólmi einsog áður sagði.

Mörk/stoðsendingar SA:

Josh Gribben 3/0
Jón B. Gíslason 1/1
Sigurður Sigurðsson 0/1
Sindri Björnsson 0/1
Sigurður Óli Árnason 0/1

Brottvikningar SA: 6 mín.

 
Mörk/stoðsendingar Björninn:

Birgir Jakob Hansen 2/0
Sergei Zak 1/0
Brynjar Þórðarson 0/2

Brottvikningar Björninn: 8 mín.

Dómari var Mike Kobezta

Myndina tók Ómar Þór Edvarsson

HH