SA - Björninn umfjöllun 1. leikur í úrslitum

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna fór fram í gærkvöld þegar Skautafélag Akureyrar og Björninn mættust á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SA-kvenna sem gerðu níu mörk gegn einu marki Bjarnarkvenna. Það lið sem fyrr verður til að vinna tvo leiki mun hampa íslandsmeistaratitlinum.

Rétt einsog í leikjum liðanna í vetur voru það norðankonur sem sóttu grimmt á meðan Björninn varðist. Guðrún Blöndal opnaði markareikning SA-kvenna strax á sjöundu mínútu og áður en lotan var úti hafði liðið bætt við þremur mörkum.
Svipað var upp á teningnum í annarri lotu nema þá kom það í hlut Silvíu Ránar Björgvinsdóttir að opna reikninginn en að þessu sinni urðu mörkin tvö í lotunni en það síðara átti Linda Brá Sveinsdóttir. Staðan því orðin 6 - 0 SA-konum í hag.
SA konur bættu síðan við þremur mörkum í þriðju lotunni en Maríana P. Birgisdóttir sá til þess að Björninn kæmst á blað þegar stutt var liðið á þriðju lotuna. Silvía Rán átti lokaorðið með marki um miðja lotu en fleiri urðu mörkin ekki.

Liðin mætast aftur á morgun, fimmtudag, í Egilshöll og hefst sá leikur klukkan 20.00. Bjarnarkonur náðu ekki að stilla upp sínu sterkasta liði í leiknum en ættu að geta það á morgun og í leiðinni að veita SA-konum harða keppni.

Mörk/stoðsendingar SA:

Silvía Rán Björgvinsdóttir 4/2
Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Birna Baldursdóttir 1/1
Guðrún Blöndal 1/1
Katrín Ryan 1/0
Jónína M. Guðbjartsdóttir 0/3
Eva María Karvelsdóttir 0/1

Refsingar SA: 20 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Maríana P. Birgisdóttir 1/0
Kristín Ómarsdóttir 0/1
Berglind Gunnarsdóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins: 16 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH