SA - Björninn umfjöllun


Deildarmeistarar Bjarnarins 2014

Björninn bar sigurorð af SA með sjö mörkum gegn einu í síðasta deildarleik íslandsmóts kvenna sem fram fór á laugardaginn. Með sigrinum tryggði Björninn sér deildarmeistaratitilinn á þessu tímabili ásamt því að fá heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Fyrir leikinn lá fyrir að norðankonur þyrftu  að vinna leikinn með átta mörkum til að laga markahlutfall sitt gagnvart Bjarnarkonum.

Bjarnarkonur komust hinsvegar yfir strax á fjórðu mínútu leiksins með marki frá Öldu Kravec og áður en lotan var úti hafði Flosrún Vaka Jóhannesdóttir  bætt við tveimur mörkum.  Fjallið fyrir norðankonur var því orðið ansi bratt að klífa. Sunna Björgvinsdóttir lagaði stöðu þeirra aðeins í annarri lotu en í þriðju og síðustu lotunni kláruðu Bjarnarkonur leikinn með þrennu frá Flosrúnu Vöku og marki frá Elvu Hjálmarsdóttir.

Á fimmtudag fer fram fyrsti leikurinn í úrslitakeppni kvenna en þá mætast Björninn og SA í Egilshöllinni og hefst leikurinn klukkan 19.30 

Við óskum Bjarnarkonum til hamingju með titilinn.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sunna Björgvinsdóttir 1/0

Refsingar SA: 14 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 5/0
Alda Kravec 1/1
Elva Hjálmarsdóttir 1/1

Refsingar Bjarnarins: 4 mínútur.

Mynd: Ásta Heiðrún Stefánsdóttir

HH