SA - Björninn umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SA og Björninn áttust við í meistaraflokki kvenna sl. laugardag. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði sjö mörk gegn fjórum mörkum SA-kvenna. Þetta var í annað sinn sem þessi lið mætast á árinu en fyrsta leikinn unnu Bjarnarkonur sannfærandi með níu mörkum gegn tveimur. SA-konur mættu hinsvegar með stóran leikmannahóp og greinilegt var að þær voru staðráðnar í að láta tapið ekki endurtaka sig.
SA-konur komust yfir á sjöndu mínútu með marki frá Jónínu Margréti Guðbjartsdóttir en Bjarnarkonur svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum skömmu síðar. Fyrra markið átti Flosrún Vaka Jóhannesdóttir en það síðar Alda Kravec. Silvía Rán Björgvinsdóttir jafnaði metin skömmu síðar þegar SA-konur voru einum færri á ísnum. Fyrrnefnd Alda Kravec átti hinsvegar lokaorð lotunnar þegar hún kom Birninum í 2 - 3 forystu með marki skömmu fyrir leikhlé.
Þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af annarri lotu jafnaði Birna Baldursdóttir metin fyrir SA-konur. Aftur komust Bjarnarkonur yfir þegar Alda Kravec innsiglaði þrennu sína en Jónína Margrét sá til þess að jafnt væri á með liðunum eftir aðra lotu þegar hún bætti við sínu öðru marki á lokamínútu lotunnar. Staðan því 4 - 4 og allt opið í leiknum.
Þriðja og síðasta lotan var hinsvegar eign SA-kvenna hvað markaskorun áhrærði.  Strax í byrjun lotunnar gerðu SA-konur tvö mörk. Fyrra markið gerði Katrín Ryan en það síðara Guðrún Marin Viðarsdóttir. Guðrún átti einnig síðasta mark leiksins sem kom um miðja lotu en þá nýttu SA-konur sér að vera einum fleiri á ísnum.

Mörk/stoðsendingar SA:

Guðrún Marín Viðarsdóttir 2/0
Jónína Margrét Guðjartsdóttir 2/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Katrín Ryan 1/0
Harpa María Benediktsdóttir 0/1
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir 0/1

Refsingar SA: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Alda Kravec 3/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/1
Ingibjörg G. Hjartardóttir 0/1
Elva Hjálmarsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 2 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH