24.03.2007			
	
	
				í dag kl. 17:00 tekur Skautafélag Akureyrar á móti Birninum í Skautahöllinni á Akureyri.  Viðureignir liðanna hafa verið mjög spennandi í vetur og því um að gera fyrir alla áhugasama hokkíunnendur að skella sér í skautahöllina í dag.  Liðin hafa mæst í tvígang eftir áramótin, SA vann fyrri leikinn en Björninn þann síðari.